Skip to content

Íslandsmótið – úrslit

  • by

Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum fór fram í Njarðvíkum í dag og voru íslandsmeistarar krýndir í mörgum þyngdar- og aldursflokkum.
HEILDARÚRSLIT
Stigameistari karla varð Auðunn Jónsson, Breiðablik, og ekki í fyrsta sinn. Auðunn lyfti 1008,0 kg í +120,0 flokki en Auðunn er að undirbúa sig undir EM í maí og lofar árangurinn í dag góðu fyrir framhaldið. Sérstaklega var réttstöðulyftan góð, en það setti Auðunn nýtt Íslandsmet með 360,5 kg.
I kvennaflokki fengum við nýjan stigameistara eftir að María Guðsteinsdóttir hefur einokað það sæti í mörg ár. Hildur Sesselja Aðalsteinsdóttir, Grótta, sigraði með 323,5 kg í 52,0 kg flokki.
Stigahæsta liðið var Grótta sem fékk fullt hús með 60 af 60 mögulegum stigum og jók félagið þar með forskot sitt í stigakeppni liða.

Mörg íslandsmet féllu á mótinu og fengum við að sjá góðar bætingar hjá mörgum.
Júlían Jóhannsson, Ármanni, bættu sig t.d. um tæp 60 kg frá í nóvember og er á uppleið fyrir EM unglinga sem er næst á dagskrá hjá honum. Fanney Hauksdóttir, bekkpressumeistarinn úr Gróttu, setti glæsilegt íslandsmet með 110 kg í -57 kg flokki unglinga og reyndi við Norðurlandamet en mistókst í þetta sinn. Rósa Birgisdóttir leyfði okkur að sjá konu fara upp með 200 kg í réttstöðulyftu, en Hulda Waage vann réttstöðulyftubikarinn á stigum með 180 kg í -72,0 kg flokki.
Ólafur Hrafn Ólafsson, unglingur úr Massa, sigraði í -93,0 kg flokki með 655 kg, en hann er á leiðinni til Noregs að keppa á Norðurlandamót unglinga.  Daði Már, drengur úr Massa, bætti sig um litlar 65 kg frá bikarmótinu í nóvember, dæmi um að Suðurnesjamenn eru að vinna góða vinna í nýliðun.
Við óskum öllum Íslandsmeisturum og nýjum methöfum til hamingju.

Árangur á mótinu var nokkuð köflóttur, töluvert var af rauðum tölum og ljóst að sumir keppendur höfðu meiri metnað en reynslu og hafa míkið að græða á tækniæfingum.

Massamenn tóku vel á móti gestum, enda var fjölmenni á svölunum og míkið hvatt og hrópað.
Myndir af mótinum munu birtast fljótlega.

 

Tags:

Leave a Reply