Skip to content

Auðunn með tvö Norðurlandamet

  • by

Auðunn Jónsson, Íslandsmeistari í kraftlyftingum, bætti tvö Norðurlandamet í öldungaflokki karla +120,0 kg um helgina.
Réttstöðulyftan 360,5 kg og samanlagður árangur hans 1008,0 kg eru ný met.

Auðunn er afreksmaður í opnum flokki og heldur áfram að bæta sig án tillits til stórafmælisins á árinu, en hann er fæddur 1972. Við gerum ráð fyrir að fleiri alþjóðamet í öldungaflokki 1 fái að fjúka á árinu.

Tags:

Leave a Reply