Þú getur lagt sambandinu lið með frjálsum framlögum. Kraftlyftingasamband Íslands þakkar kærlega öllum sem leggja sambandinu lið.
Styrktarreikningur: 0552-14-001254
Kennitala: 700410-2180
IBAN: IS360552140012547004102180
Kvittun sendist á kraft@kraft.is
Frádráttarbærir styrkir til almannaheillafélaga
Með lögum sem samþykkt voru þann 1. nóvember 2021 geta einstaklingar og fyrirtæki fengið endurgreiðslu frá skatti ef þau styrkja almannaheillafélög. Sjá hlekk inn á lista af almannaheillafélögum þar sem finna má Kraftlyftingasamband Íslands : Almannaheillafélög
Hámarks- og lágmarksfjárhæðir
EINSTAKLINGAR: Til þess að einstaklingur fái frádrátt þurfa gjafir/framlög hans á árinu að vera a.m.k. 10.000 kr. Hámarks frádráttur er 350.000 kr. Upphæð skattafrádráttarins er mismunandi eftir því í hvaða skattþrepi þú ert í. Frádráttur þessi er ekki millifæranlegur hjá hjónum/sambúðarfólki.
FYRIRTÆKI: Fyrirtækjum er heimilt að draga frá skattstofni allt að 1,5% af rekstrartekjum.
Áritun á framtal
Móttakendur gjafa og framlaga, sem skráðir eru á almannaheillaskrá, þurfa að gefa út kvittun fyrir móttöku þar sem m.a. kemur fram nafn og kennitala gefanda og fjárhæð framlags. Að ári loknu þarf móttakandi að skila upplýsingum um móttekin framlög ársins til Skattsins og á grundvelli þeirra gagnaskila verður frádráttur áritaður á framtöl gefenda.
Hvernig á að styrkja Kraftlyftingasamband Íslands:
• Þú millifærir upphæð að eigin vali (að lágmarki 10.000 kr.) og sendir kvittun á kraft@kraft.is
• Kraftlyftingasambandið sendir kvittun til baka á greiðanda þar sem fram kemur nafn og kennitala greiðanda ásamt upphæð styrks.
• Kraftlyftingasambandið sendir upplýsingar um styrki til skattsins, sem kemur skattafslættinum til skila til þín.
Til þess að geta nýtt heimildina þarf greiðsla að hafa borist fyrir 30. desember ár hvert.