
Hreinn kraftur
ÍM – skráning hafin
Íslandsmeistaramótin í klassískum kraftlyftingum í opnum flokki og í kraftlyftingum með búnaði í öllum aldursflokkum fara fram helgina 4 -5 mars nk. í Garðabæ. Endanleg dag- og tímasetning verður ákveðin þegar skráning og keppendafjöldi liggur fyrir. Skráning er hafin. Félög skulu senda allar upplýsingar um keppendur, nafn, kennitala, félag, þyngdarflokk og aldursflokk þar sem það… Read More »ÍM – skráning hafin
Byrjendamót – tímasetningar
Byrjendamótið 11.febrúar er haldið í íþróttamiðstöðinni Varmá í Mosfellsbæ. Konur: vigtun kl. 9.00, keppni kl 11.00.Karlar: vigtun kl. 12.00, keppni kl. 14.00Margir þátttakendur eru skráðir og má búast við löngum degi. Við bendum þess vegna keppendum á að vera undir það búnir og nesta sig vel. Skriflega dómaraprófið fer fram á sama stað föstudagskvöldið 10.febrúar… Read More »Byrjendamót – tímasetningar
RIG – myndir
Þóra Hrönn Njálsdóttir og Sigurjón Pétursson tóku flottar myndir á sunnudaginn eins og sjá má hér: https://www.flickr.com/photos/kraft2010/albums/72177720305661044
Landsliðsfundur
Fundað var með landsliðsmönnum Kraftlyftingasambandsins á laugardag. Samningar voru undirritaðir og nýjar reglugerðir kynntar. Framundan er spennandi keppnisár og stefnir í metþátttöku Íslenskra keppenda í öllum aldursflokkum. Fleiri myndir frá fundinum má finna hér
RIG – úrslit
Sigurvegarar á kraftlyftingamótinu á RIG 2023 voru Kristín Þórhallsdóttir og Carl Petter Sommerseth. Kristín sigraði með yfirburðum í kvennaflokki og var stigahæst allra keppenda með 107,388 stigum. Næstar komu Arna Ösp Gunnarsdóttir og Íris Rut Jónsdóttir. Í karlaflokki var baráttan hins vegar í algleymingi og tekist á fram í síðustu lyftu. Á endanum sigraði Carl… Read More »RIG – úrslit
Byrjendamót – keppendur
Skráning á byrjendamót KRAFT liggur nú fyrir. https://results.kraft.is/meet/kraft-aefingarmotdomaraprof-2023Félög hafa til miðnættis laugardagsins 28.janúar að staðfesta skráningu með greiðslu keppnisgjalds.Gjaldið er 7500 kr og skal greitt inn á reikning 552-26-007004, kt 700410-2180. Metfjöldi er skráður á mótið og stefnir í langan keppnisdag. Tímaplanið verður birt um leið og lokaskráning liggur fyrir.
RIG – miðasala
Miðasalan á RIG fer fram á netinu. Ekki verður hægt að borga við innganginn. MIDASALA
RIG 23
REYKJAVÍK INTERNATIONAL GAMES hefjast 28.janúar nk. Kraftlyftingamótið fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 29.jan og hefst kl 14.00 í beinu framhaldi af öflugu móti í ólympískum lyftingum. Miðasalan fer eingöngu fram á netinu https://www.corsa.is/is/register/105 Streymi verður frá mótinu https://app.staylive.io/rigplay Kraftlyftingamótið er klassískt þríþrautarmót þar sem keppt verður á IPF-GL stigum í karla- og kvennaflokkum. KONUR:Kristín ÞórhallsdóttirArna… Read More »RIG 23
Ársþing KRAFT
Boðað hefur verið til 13. þings Kraftlyftingasambands Íslands laugardaginn 25.febrúar 2023. Málefni sem aðildarfélög eða sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þinginu skulu tilkynnt stjórn KRA minnst fjórum vikum fyrir þing eða eigi síðar en 28.janúar. Á þinginu verður kosið um sæti formanns og þrjú stjórnarsæti.
Landsliðsval 2023
Stjórn KRAFT hefur farið yfir tillögu landsliðsnefndar að verkefnum fyrir keppnisárið 2023 og samþykkt með fyrirvara.Á listanum eru nöfn sem koma til greina í tiltekin verkefni, en ekki eru allir búnir að uppfylla öll skilyrði til þátttöku og er listinn því ekki endanlegur. Fundur verður boðaður með keppendum í janúar þar sem samningar verða undirritaðir… Read More »Landsliðsval 2023







