
Hreinn kraftur
EM Masters í klassískum kraftlyftingum framundan – keppendur og dagskrá
Framundan er EM Masters í klassískum kraftlyftingum og fer keppnin fram í Albi í Frakklandi. Ísland sendir stóran og öflugan hóp til leiks. Eftirfarandi er listi yfir keppendur ásamt dagskrá. Athugið að keppnistímar eru á staðartíma í Frakklandi. Sunnudagur 9. febrúarJóhann Traustason M4 -66 vigtun 08:00-09:30 keppni 10:00-14:30 Sæmundur Guðmundsson M4 M4 -83 vigtun 08:00-09:30… Read More »EM Masters í klassískum kraftlyftingum framundan – keppendur og dagskrá
Ályktun framkvæmdastjórnar ÍSÍ varðandi ofbeldi í íþróttahreyfingunni.
Framkvæmdastjórn ÍSÍ fundaði 30. janúar sl. og ályktaði eftirfarandi: „Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) fordæmir allt ofbeldi í íþróttahreyfingunni. Samkvæmt hegðunarviðmiðum ÍSÍ er áhersla lögð á að þjálfarar gæti að málfari sínu og hegðun, nýti stöðu sína á uppbyggilegan hátt og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Því lítur framkvæmdastjórn atvik þar sem þjálfari öskrar, slær til iðkenda og/eða niðurlægir með orðum… Read More »Ályktun framkvæmdastjórnar ÍSÍ varðandi ofbeldi í íþróttahreyfingunni.
Úrslit frá ÍM og Æfingamótinu í kraftlyftingum.
Úrslit frá Íslandsmótinu í kraftlyftingum með búnaði eru komin inn á vefsíðu KRAFT ásamt úrslitum frá Æfinga- og byrjendamótinu. Á Íslandsmótinu varð stigahæst í kvennaflokki Agnes Ýr Rósmundsdóttir með 71.8 IPF GL stig og Alex Cambrey Orrason varð stigahæstur í karlaflokki en hann hlaut 92.5 stig. Mörg Íslandsmet féllu á mótinu. Alex Cambrey sem keppti… Read More »Úrslit frá ÍM og Æfingamótinu í kraftlyftingum.
ÍM í búnaði og æfingamótið fara fram en dómaraprófið sjálft fellur niður – uppfærð staða vegna óveðurs á laugardagsmorgni
Mótin fara fram samkvæmt áætlun en því miður þarf að fella niður dómaraprófið þar sem að ekkert flug er til Akureyrar fyrr en í fyrsta lagi um hádegið. Stjórn KRAFT mun skoða hvort hægt er að halda dómarapróf fljótlega til að bæta upp fyrir þetta. Við óskum keppendum góðs gengis í dag!
Viðbótarupplýsingar vegna óveðurs – ÍM í búnaði og æfingamót/dómarapróf
Mótin verða haldin samkvæmt áætlun. Búð er að gera ráðstafanir til að manna dómara á mótin ef ekki verður flogið til Akureyrar á laugardagsmorgninum. Þetta gildir svo fremi að landleiðin norður lokist ekki á föstudeginum. Ef ekki er flogið á laugardeginum verður þó ekki hægt að halda sjálft dómaraprófið en mótin fara samt fram eftir… Read More »Viðbótarupplýsingar vegna óveðurs – ÍM í búnaði og æfingamót/dómarapróf
ÍM í kraftlyftingum í búnaði og æfingamót/dómarapróf – óvissa vegna óveðurs
Vegna óveðurs sem gengur yfir landið nú um helgina er komin upp sú staða að óvissa er með flugsamgöngur. Mótshaldið veltur á því að hægt sé að fljúga á laugardaginn til Akureyrar. Við munum fylgjast með gangi mála og veita frekari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir. Við hvetjum alla til að fylgjast vel… Read More »ÍM í kraftlyftingum í búnaði og æfingamót/dómarapróf – óvissa vegna óveðurs
SBD mótið í klassískum kraftlyftingum.
Nú er komið að þessum stórviðburði sem fer fram í Sheffield sunnudaginn nk. þar sem keppt verður um titilinn ,,Meistari meistaranna“. Til leiks mætir sterkasta klassíska kraftlyftingafólk heims, 12 konur og 12 karlar sem munu keppa þvert á þyngdarflokka eftir IPF GL stigum. Bein útsending verður frá mótinu á Youtube rás SBD.
Tímaseðill – ÍM í kraftlyftingum, Æfingamótið og skriflegt dómarapróf.
Tímaplan er tilbúið fyrir Íslandsmótið í kraftlyftingum, Æfinga- og byrjendamótið og skriflegt dómarapróf. Mótin og prófið eru í umsjá Lyftingadeildar KA og fara fram laugardaginn 1. febrúar í Íþróttahöllinni við Skólastíg. Skriflegt dómarapróf 10:00-11:00Vigtun – Allir keppendur 12:00-14:00Holl 1 Æfinga- og byrjendamót – Allir keppendurHoll 2 Íslandsmótið í kraftlyftingum – Allir keppendurÁætluð mótslok 17:35
Íslandsmótin í bekkpressu – Úrslit.
Úrslit frá Íslandsmótunum í bekkpressu eru tilbúin en fjölmörg Íslandsmet féllu á mótinu í hinum ýmsu aldursflokkum. Nánari úrslitKLASSÍSK BEKKPRESSABEKKPRESSA MEÐ BÚNAÐI Stigahæstu einstaklingar í klassískri bekkpressu: Konur opinn flokkur: Kristrún Sveinsdóttir, Breiðablik.Konur Junior: Signý Lára Kristinsdóttir, Stjarnan.Konur Sub-junior: Haniem Khalid, Stjarnan.Konur Master 1: Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir, Kraftlyftingafélag Reykjavíkur.Konur Master 2: Guðný Ásta Snorradóttir, Kraftlyftingafélag… Read More »Íslandsmótin í bekkpressu – Úrslit.
Streymi frá ÍM í bekkpressu.
Íslandsmótin í bekkpressu (búnaður og klassísk) fara fram 19. janúar í Íþróttahúsinu Digranesi, Skálaheiði 2 í Kópavogi. Beint streymi verður frá mótinu: SJÁ HÉR






















