
HREINN KRAFTUR
Bikarmót KRAFT í klassískum kraftlyftingum (aldursflokkaskipt) – TÍMAÁÆTLUN
Tímaáætlun er tilbúin fyrir Bikarmót KRAFT í klassískum kraftlyftingum (aldursskipt) sem fram fer laugardaginn 26. apríl í Íþróttahúsinu Digranesi að Skálaheiði 2 í Kópavogi. Í holli 1 & 2 verður keppt á einum palli en í hollum 3, 4, 5 og 6 verður keppt á tveimur pöllum.
15 ára afmæli Kraftlyftingasambands Íslands
Fyrir 15 árum í dag var Kraftlyftingasamband Íslands stofnað sem sérsamband innan raða ÍSÍ. Mikið vatn hefur runnið til sjávar og óhætt er að segja að vegur kraftlyftinga á Íslandi hefur vaxið og dafnað með hverju ári sem líður. Keppendafjöldi á innanlandsmótum hefur vaxið gríðarlega og árangur landsliðsins á alþjóðamótum hefur verið glæsilegur. KRAFT óskar… Read More »15 ára afmæli Kraftlyftingasambands Íslands
Íslandsmeistaramót fatlaðra 2025
Íslandsmótið fór fram laugardaginn 12.apríl í íþróttahúsinu í Hátúni. 21 keppandi var skráður til leiks á mótinu. 6 kepptu í bekkpressu, 1 í tvílyftu og 14 í þrílyftu. Allir keppendur áttu frábæran dag. Íslandsmet féllu og mjög margir keppendur bættu sinn persónulega árangur. Fjöldi áhorfenda mætti til að hvetja keppendur og var mikil stemning í… Read More »Íslandsmeistaramót fatlaðra 2025
Íslandsmeistaramót fatlaðra í kraftlyftingum 2025
Íslandsmeistarmót fatlaðra í kraftlyftingum verður haldið á morgun laugardaginn 12. apríl. Mótið fer fram í íþróttahúsin ÍFR að Hátúni 12 í Reykjavík. Vigtun hefst kl. 9 en keppni kl. 11. Það munu eflaust fjölmargir keppendur mæta til að taka á stálinu og er óhætt að lofa góðri stemningu.
Skráningu lokið á Bikarmót KRAFT í klassískum kraftlyftingum (aldursflokkaskipt)
Skráningu er lokið á Bikarmót KRAFT í klassískum kraftlyftingum (aldursskipt) sem haldið verður laugardaginn 26. apríl í Kópavogi (Breiðablik). Nánari tímasetning verður birt síðar. Lokafrestur til að greiða skráningargjöld og breyta um þyngdarflokk hjá þeim sem eru skráðir til þátttöku er til miðnættis laugardaginn 12. apríl. Keppnisgjald er 8000 kr. og greiðist inn á reikning 552-26-007004,… Read More »Skráningu lokið á Bikarmót KRAFT í klassískum kraftlyftingum (aldursflokkaskipt)
Íslandsmót unglinga – Úrslit
Úrslit frá Íslandsmóti unglinga í klassískum kraftlyftingum eru komin inn á vefsíðu KRAFT en fjölmörg Íslandsmet féllu á mótinu. Nokkur Íslandsmet voru sett í opnum flokki en þar var á ferðinni Ragnar Ingi Ragnarsson sem tvíbætti metin í öllum greinum og í samanlögðum árangri, en sjálfur er hann enn keppandi í sub-junior flokki. Þar að… Read More »Íslandsmót unglinga – Úrslit
ÍM unglinga – hlekkur á streymi
Hér er hlekkur á streymi frá mótinu: https://www.youtube.com/live/hVILgZ2zxUU
ÍM unglinga – uppfærð tímaáætlun
Tímaáætlun er tilbúin fyrir Íslandsmót unglinga í klassískum kraftlyftingum sem fram fer laugardaginn 5. apríl í Íþróttahúsinu Miðgarði að Vetrarbraut 18, Garðabæ. Tímaáætlun: Vigtun kl. 8:45 – Keppni hefst 10:45Holl 1: Subjunior karlar – allir þyngdarflokkar (11 keppendur).Holl 2: Junior karlar -105 kg (9 keppendur). Dómarar: Aron Ingi, Stefán Gunnlaugur og Þórunn Brynja. TC: Kristleifur. Verðlaunaafhending fyrir fyrri… Read More »ÍM unglinga – uppfærð tímaáætlun
Ársþing KRAFT 2025 – samantekt
Ársþing Kraftlyftingasambands Íslands 2025 var haldið sunnudaginn 30. mars. Góð mæting var á þingið. Samkvæmt venju var kraftlyftingafólk ársins 2024 heiðrað sem eru Sóley Margrét Jónsdóttir (BRE) og Alexander Örn Kárason (BRE). Stigahæstu liðin voru einnig heiðruð sem eru Kraftlyftingadeild Breiðabliks í karlaflokki og Kraftfélagið í kvennaflokki. Í nóvember á síðasta ári var HM í… Read More »Ársþing KRAFT 2025 – samantekt
Skráning er hafin á bikarmót KRAFT í klassískum kraftlyftingum (aldursflokkaskipt)
Skráning er hafin á bikarmót KRAFT í klassískum kraftlyftingum sem haldið verður laugardaginn 26. apríl í Kópavogi (Breiðablik). Nánari tímasetning verður birt þegar skráningu er lokið og keppendafjöldi liggur fyrir. Félög skulu senda inn upplýsingar um keppendur, nafn, kennitölu, félag, aldurs- og þyngdarflokk. Einnig er nauðsynlegt að skrá alla aðstoðarmenn, nöfn þeirra og netföng ásamt… Read More »Skráning er hafin á bikarmót KRAFT í klassískum kraftlyftingum (aldursflokkaskipt)















