
Hreinn kraftur
Landsliðsval 2024 – Tilnefningar skulu berast frá félögum fyrir 1. desember.
Landsliðsnefnd KRAFT kallar eftir tilnefningum í landsliðsverkefni 2024 í öllum aldursflokkum (opinn flokkur, unglingar og öldungar). Tilnefningar skulu berast frá félögum fyrir 1. desember á netfangið coach@kraft.is. Ástæðan fyrir því að tilnefningar þurfa að berast fyrr en áður var auglýst, er sú að stjórn KRAFT þarf að skila inn umsókn í Afrekssjóð ÍSÍ í byrjun… Read More »Landsliðsval 2024 – Tilnefningar skulu berast frá félögum fyrir 1. desember.
Metaregn á ÍM unglinga og öldunga í klassískum kraftlyftingum.
Íslandsmót unglinga og öldunga í klassískum kraftlyftingum fór fram um helgina og var þátttaka mjög góð, bæði í unglinga- og öldungaflokkum. Fjölmörg Íslandsmet féllu, bæði í kvenna- og karlaflokki og hinum ýmsu aldursflokkum. Stigahæst í stúlknaflokki (sub junior) varð Signý Lára Kristinsdóttir og stigahæst í unglingaflokki kvenna (junior) varð Ragna Kristín Guðbrandsdóttir.Stigahæstu konur í öldungaflokkum… Read More »Metaregn á ÍM unglinga og öldunga í klassískum kraftlyftingum.
Guðfinnur Snær í 4. sæti á HM í kraftlyftingum.
Guðfinnur Snær Magnússon var síðastur íslensku keppendanna til að stíga á keppnispallinn í Litháen. Guðfinnur sem keppir í +120 kg flokki lyfti mest 407.5 kg í hnébeygju sem er persónuleg bæting og átti þar að auki góða tilraun við Íslandsmet í þriðju tilraun þegar hann reyndi við 417.5 kg. Ekki hafðist það í dag, en… Read More »Guðfinnur Snær í 4. sæti á HM í kraftlyftingum.
Sóley Margrét með silfurverðlaun á HM í kraftlyftingum.
Sóley Margrét Jónsdóttir stóð fyllilega undir væntingum á HM í dag þar sem hún vann til silfurverðlauna í +84 kg þyngdarflokknum. Sóley háði harða baráttu við Katrinu Sweatman frá Bretlandi og var keppnin á milli þeirra jöfn og gríðarlega spennandi. Í hnébeygju lyfti hún mest 277.5 kg sem tryggði henni gullverðlaun í greininni og í… Read More »Sóley Margrét með silfurverðlaun á HM í kraftlyftingum.
Sigurjón Ægir hefur lokið keppni.
Í tengslum við heimsmeistaramótið í kraftlyftingum var haldið kraftlyftingamót á vegum IPF og Special Olympics International. Sigurjón Ægir Ólafsson var fulltrúi Íslands á þessu móti og stóð sig með prýði. Sigurjón lyfti 45 kg í hnébeygju, 45 kg í bekkpressu og 85 kg í réttstöðulyftu og lyfti því samanlagt 175 kg. Þessi árangur skilaði honum… Read More »Sigurjón Ægir hefur lokið keppni.
Íslandsmót unglinga og öldunga – Beint streymi.
Íslandsmót unglinga og öldunga í klassískum kraftlyftingum fer fram 18. nóvember í líkamsræktaraðstöðu Ægis að Hafnarbraut 8, Akranesi. Beint streymi frá mótinu: https://www.youtube.com/watch?v=g4VJ7JYhpbs.
Alex í 10. sæti á HM í kraftlyftingum.
Alex Cambrey Orrason hefur lokið keppni á HM í kraftlyftingum með seríuna 325 – 202.5 – 282.5 = 810 kg. Alex lenti í kröppum dans við tímann í fyrstu tilraun sinni í hnébeygju og fékk ekki merki frá dómara um að hefja lyftu fyrr en á síðustu sekúndu. Þessi tímapressa kom honum þó ekki úr… Read More »Alex í 10. sæti á HM í kraftlyftingum.
Þrír íslenskir keppendur á HM í kraftlyftingum.
Landsliðið er á förum á heimsmeistaramótið í kraftlyftingum með útbúnaði en mótið fer fram dagana 13.-18. nóvember í Druskininkai, Litháen. Keppendur eru þau Sóley Margrét Jónsdóttir, Alex Cambray Orrason og Guðfinnur Snær Magnússon. Í tengslum við HM verður haldið kraftlyftingamót á vegum IPF og Special Olympics International og mun Sigurjón Ægir Ólafsson vera fulltrúi Íslands… Read More »Þrír íslenskir keppendur á HM í kraftlyftingum.
Íslandsmót unglinga og öldunga – Tímaáætlun.
ÍM unglinga og öldunga í klassískum kraftlyftingum fer fram laugardaginn 18. nóvember. Mótið er í umsjá Kraftlyftingafélags Akraness og fer mótið fram í líkamsræktaraðstöðu Ægis að Hafnarbraut 8, Akranesi. Keppt verður á tveimur keppnispöllum. Fyrri keppnishluti. Allar konur og allir sub junior (14-18 ára) í karlaflokki. Vigtun kl. 8.00 – Keppni hefst kl. 10:00 Holl… Read More »Íslandsmót unglinga og öldunga – Tímaáætlun.
Landsliðsval 2024.
Landsliðsnefnd KRAFT kallar eftir tilnefningum í landsliðsverkefni 2024 í öllum aldursflokkum (opinn flokkur, unglingar og öldungar). Tilnefningar skulu berast frá félögum fyrir 15.desember á netfangið coach@kraft.is. Í tilnefningu þarf að koma fram nafn, kennitala, sími og netfang viðkomandi keppanda og hvaða verkefni er stefnt á (mót og þyngdarflokk). Taka skal fram hvenær keppandi náði lágmörkum og á… Read More »Landsliðsval 2024.










