Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans um allan heim. Þessi dagur hefur verið haldinn frá árinu 1985 þegar Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að helga 5. desember öllum sjálfboðaliðum. Íþróttahreyfingin á Íslandi hefur, eins og svo mörg önnur starfsemi í landinu, verið borin uppi af sjálfboðaliðum sem eiga hrós skilið fyrir framlag sitt í þágu íþróttanna og… Read More »Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans.
Minnum á áður boðaðan formannafund aðildarfélaga KRAFT sem fram fer miðvikudaginn 27. nóvember kl. 17.00. Fundurinn verður haldinn í húsi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands að Engjavegi 4 (fundarsalur B).
Landsliðsnefnd KRAFT kallar eftir tilnefningum í landsliðsverkefni fyrir fyrri hluta árs 2025. Tilnefningar skulu berast frá félögum fyrir 15.desember nema fyrir EM öldunga í klassískum kraftlyftingum þar sem fresturinn er 1.desember. Tilnefningar skal senda á netfangið coach@kraft.is og þar þarf að koma fram nafn, kennitala, sími og netfang viðkomandi keppanda og hvaða verkefni hann vill… Read More »Tilnefningar í landsliðsverkefni.
Guðfinnur Snær Magnússon var síðastur íslensku keppendanna til að stíga á pall á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum. Guðfinnur sem keppti í +120 kg flokki náði góðum bætingum á mótinu og setti eitt Íslandsmet. Í hnébeygju byrjaði Guðfinnur á 400 kg en fékk lyftuna dæmda ógilda vegna ófullnægjandi dýptar. Í annarri tilraun fór hann í sömu þyngd… Read More »Guðfinnur með Íslandsmet í hnébeygju á HM.
Sóley Margrét Jónsdóttir varð í dag heimsmeistari í kraftlyftingum með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem fram fara í Kína á næsta ári. Sóley sigraði mótið með miklum yfirburðum og vann til verðlauna í öllum greinum. Hlaut hún gullverðlaun í hnébeygju og… Read More »Sóley Margrét er heimsmeistari.
Einar Örn Guðnason sem keppti í -120 kg flokki byrjaði vel í hnébeygjunni þar sem hann lyfti 362.5 kg og bætti sinn besta árangur í greininni um 2.5 kg. Í bekkpressu lyfti hann mest 252.5 kg og í réttstöðulyftu kláraði hann 280 kg sem er rétt við hans besta. Samanlagt lyfti hann 895 kg og… Read More »Einar í 9. sæti á HM í kraftlyftingum.
Íslensku keppendurnir hafa allir lokið keppni í kraftlyftingum á Special Olympics með góðum árangri. Hópurinn stóð sig mjög vel og margir sem bættu sinn persónulega árangur. Úrslit urðu eftirfarandi: Aníta Ósk Hrafnsdóttir sem keppir í -63 kg flokki vann til gullverðlauna í sínum þyngdarflokki. Aníta lyfti 80 kg í hnébeygju, 47.5 kg í bekkpressu og… Read More »Aníta og Sigríður með gull í kraftlyftingum á Special Olympics.
Hjálmar Andrésson hefur lokið keppni á sínu fyrsta heimsmeistaramóti og fór í gegnum mótið af miklu öryggi. Hann byrjaði mótið með því að bæta sinn persónulega árangur í hnébeygju um fimm kg þegar hann lyfti 270 kg. Í bekkpressu jafnaði hann sinn besta árangur með 180 kg lyftu en var síðan töluvert frá sínu besta… Read More »Hjálmar lyfti tæpum 700 kg á HM í kraftlyftingum.
Alex Cambray Orrason keppti fyrstur Íslendinganna á HM í kraftlyftingum með búnaði sem stendur nú yfir í Reykjanesbæ. Alex sem keppir í -93 kg flokki lyfti 345 kg í hnébeygju sem skilaði honum sjötta sæti í greininni og í bekkpressu jafnaði hann sinn besta árangur með lyftu upp á 212.5 kg. Í réttstöðu lyfti hann… Read More »Alex Cambray í 9. sæti á HM í kraftlyftingum.