Skip to content

50+

  • by

Eins og allir vita eldast kraftlyftingarmenn seint, ef nokkuð. Íþróttina okkar geta menn stundað lengi og haldið áfram að bæta sig langt fram eftir aldri – þegar félagarnir úr öðrum íþróttagreinum hafa löngu lagt skóna á hilluna.

Kraftlyftingasamband Íslands hefur á að skipa marga sterka karla og konur sem eru komnir í öldungaflokk samkvæmt kennitölu en eru ungmenni að afli og hreysti.

Ungmennafélag Íslands hefur áttað sig á þessu og bætt kraftlyftingum við sem keppnisgrein á Landsmóti UMFÍ 50+ sem verður haldið í Mosfellsbæ 8 – 10 júni nk.

Kraftlyftingasamband Íslands fagnar þessu. Þarna gefst tækifæri til að kynna íþróttina sem valkost fyrir aldna sem unga og til að koma saman og keppa og skemmta sér í frábærum félagsskap.
Við treystum að þau sem hafa aldur og þroska til verði með og komi kraftlyftingum á kortið, hvort sem er 50, 60, 70 eða 80+

Leave a Reply