Skip to content

Kristín með brons í hnébeygju á HM.

Kristín Þórhallsdóttir hefur lokið keppni á HM í klassískum kraftlyftingum þar sem hún raðaði niður metum í -84 kg flokki. Kristín byrjaði vel í hnébeygjunni þar sem hún lyfti seríunni 200-210-217.5 og hlaut bronsverðlaun í greininni. Þá tvíbætti hún um leið heimsmetið í hnébeygju í aldursflokknum M1 (40-49 ára). Í bekkpressu lyfti hún mest 112.5 kg og í réttstöðulyftu fóru 215 kg upp hjá henni. Samanlagt lyfti Kristín 545 kg sem er nýtt heimsmet í samanlögðum árangri í fyrrgreindum aldursflokk og skilaði henni 4. sætinu í flokknum.

Til hamingju Kristín með árangurinn og heimsmetin!