Hanna Jóna Sigurjónsdóttir stóð sig vel á sínu fyrsta heimsmeistaramóti og kláraði mótið af miklu öryggi. Hanna sem keppir í +84 kg flokki lyfti mest 200 kg í hnébeygju sem var persónuleg bæting hjá henni um 5 kg. Í bekkpressu jafnaði hún sinn besta árangur með 95 kg lyftu og endaði svo með 195 kg í réttstöðulyftu. Samanlagt lyfti hún 490 kg og hafnaði í 11. sætinu í flokknum. Góð byrjun hjá Hönnu sem á örugglega eftir að láta að sér kveða á komandi árum.
Til hamingju Hanna með árangurinn!