Viktor Samúelsson átti ágætis mót og fékk sjö gildar lyftur á keppnispallinum. Viktor sem keppti í -105 kg flokki lyfti mest 270 kg í hnébeygju sem er töluvert frá hans besta, en hann fór þó upp með 280 kg í sinni síðustu tilraun en fékk því miður tvö rauð ljós á lyftuna vegna dýptar. Í bekkpressu gekk betur en þar lyfti hann 195 kg og náði þar 14. sætinu í greininni af 30 keppendum. Í réttstöðu lyfti hann svo mest 315 kg og samanlagður árangur hans endaði því í 780 kg sem gaf hinum 20. sætið í flokknum.
Til hamingju Viktor með árangurinn!
Næsti keppandi á pall er Kristín Þórhallsdóttir sem keppir í dag kl. 14:00.