Sóley Margrét Jónsdóttir vann gull í +84kg flokki í dag á EM í kraftlyftingum sem fer fram í Pilsen, Tékklandi. Hún mætti til keppni í góðum anda og það sást svo sannarlega á keppnispallinum. Hún kláraði beygjuna með 232,5kg beygju sem er nýtt evrópumet í stúlknaflokki. Í bekkpressu lyfti hún 115kg og svo lauk hún mótinu með 200kg réttstöðulyftu. Þetta gaf henni 547,5kg í samanlögðu sem er persónuleg bæting og gullið í hennar flokki. Sóley kom einnig heim með gullið í fyrra og það er frábær árangur að ná því tvö ár í röð.
Kraftlyftingasamband Íslands óskar henni innilega til hamingju með titilinn og metið!
Evrópska kraftlyftingasambandið deildi myndskeiði af evrópumetslyftunni hennar Sóleyjar og má sjá það hér: Tengill á myndband