Skip to content

Kara með brons í réttstöðulyftu á EM í Pilsen

Kara Gautadóttir keppti í dag í -57kg flokki unglinga á EM í Pilsen, Tékklandi. Hún lauk keppni í 6. sæti í mjög sterkum flokki en kláraði þó mótið á hennar besta árangri hingað til. Hún lyfti 145kg í hnébeygju en ber þó að geta að hún fékk 155kg gilt sem hefði verið íslandsmet en kviðdómur mótsins dæmdi lyftuna því miður af. Svo tók hún 82,5kg í bekkpressu og tók bronsið í réttstöðulyftunni með 152,5 kg lyftu. Frábær árangur hjá henni!

Kraftlyftingasamband Íslands óskar henni innilega til hamingju með árangurinn.

Kara með flott bronsverðlaun um hálsinn

Við viljum svo benda á að Karl Anton Löve keppir á morgun í -93kg flokki unglinga og Guðfinnur Snær Magnússon keppir líka í +120kg unglinga. Þeir hefja keppni klukkan 12 á íslenskum tíma og má sjá keppnina í beinni HÉR