Laufey með gull í bekkpressu á EM öldunga

Laufey Agnarsdóttir keppti í dag á EM öldunga í -84kg flokki master I og lét heldur betur til sín kveða og vann til gullverðlauna í bekkpressunni. Hún setti persónulegt met í hnébeygju þegar hún lyfti 137,5kg. Í bekkpressunni lyfti hún 92,5kg sem eins og áður sagði dugði henni til gullverðlauna og kláraði svo mótið á 152,5kg réttstöðulyftu.

Samanlagt gaf þetta henni 382,5kg sem skilaði henni 5. sæti í hennar þyngdarflokki.

Glæsilegur árangur, til hamingju Laufey!

Laufey efst á palli með gull um hálsinn!

Sigþrúður með gull á EM öldunga í klassískum kraftlyftingum

Sigþrúður með vel verðskuldað bros á vör eftir afrek dagsins

Sigþrúður Erla Arnarsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði +84kg flokk Masters II á fyrsta EM öldunga í klassískum kraftlyftingum. Sigþrúður vann einnig gull í hnébeygju, gull í bekkpressu og brons í réttstöðulyftu.

Lyftur hennar voru 160kg í hnébeygju, 87,5kg í bekkpressu og 172,5kg í réttstöðulyftu. Samanlögð þyngd þá 420kg sem er nýtt evrópumet masters II. Allt eru þetta íslandsmet í masters II flokki. Einnig er þetta persónuleg bæting í öllum greinum.

Kraftlyftingasamband Íslands óskar henni innilega til hamingju með árangurinn, frábær í alla staði!

Tveir fulltrúar frá Íslandi á EM öldunga í klassískum kraftlyftingum

Evrópska kraftlyftingasambandið EPF í samstarfi við Sænska kraftlyftingasambandið munu nú á dögunum halda fyrsta Evrópumót öldunga í klassískum kraftlyftingum. Mótið verður haldið dagana 6. til 10. mars í Helsingjaborg, Svíþjóð. Búist er við 300 keppendum á mótið og því ljóst að baráttan verður hörð á mótinu.

Laufey á góðri stundu.

Fyrir hönd Íslands keppa þær Laufey Agnarsdóttir og Sigþrúður Erla Arnarsdóttir. Laufey keppir í -84 kg flokki Masters 1 (40-49 ára) og Sigþrúður í +84 kg flokki Masters 2 (50-59 ára).

Óskum við þeim góðs gengis á mótinu!

Landsliðsverkefni 2018

Stjórn KRAFT hefur samþykkt tillögu landsliðsnefndar um verkefni 2018. Hér fyrir neðan eru nöfn þeirra sem uppfylla skilyrði til þátttöku í verkefnunum. Nokkrir keppendur í viðbót hafa ennþá tækifæri til að ná nauðsynlegum lágmörkum innan tímamarka og geta bæst á listann. Valið verður  endurskoðað á miðju ári.

Boðað verður til fundar með landsliðsmönnum fljótlega, verkefnin kynnt og gengið frá samningum.

LANDSLIÐSVERKEFNI 2018

EM ÖLDUNGA KLASSÍSKUM KRAFTLYFTINGUM – SVÍÞJÓÐ – MARS

Laufey Agnarsdóttir – 84 M1
Sigþrúður Erla Arnarsdóttir – 84+ M2

HM Í BEKKPRESSU – SUÐUR AFRÍKA –APRÍL

Fanney Hauksdóttir, -63,

EM Í KRAFTLYFTINGUM – TÉKKLAND –  MAÍ

Sóley Margrét Jónsdóttir – +84 subjr
Kara Gautadóttir – 57 jr
Hulda B Waage – 84
Karl Anton Löve – 93 jr
Guðfinnur Snær Magnússon – +120 jr
Viktor Samúelsson – 120
Júlían J. K. Jóhannsson – +120

HM Í KLASSÍSKRI BEKKPRESSU – FINNLANDI –MAÍ  

Matthildur Óskarsdóttir – 72 jr
Elín Melgar Aðalheiðardóttir – 63
Fanney Hauksdóttir -63

HM Í KLASSÍSKUM KRAFTLYFTINGUM – CANADA – JÚNI

Ragna Kr Guðbrandsdóttir – 63 subjr
Matthildur Óskarsdóttir – 72 jr
Arnhildur Anna Árnadóttir – 72
Ragnheiður Kr Sigurðardóttir – 57
Ellen Ýr Jónsdóttir – 84
Rósa Birgisdóttir – 84+
Júlían J. K. Jóhannsson +120 kg
Laufey Agnarsdóttir – 84 M1
Sigþrúður Erla Arnarsdóttir – 84+ M2

EM Í KLASSÍSKRI BEKKPRESSU – FRAKKLANDI –.ÁGÚST

Matthildur Óskarsdottir – 72 jr
Elin Melgar Aðalheiðardóttir – 63
Fanney Hauksdóttir – 63
Ingimundur Björgvinsson – 105

HM UNGLINGA Í KRAFTLYFTINGUM – SUÐUR AFRÍKA – SEPTEMBER

Guðfinnur Snær Magnússon – 120+ jr

ARNOLD CLASSIC – SPÁNN – SEPTEMBER 

Ingimundur Björgvinsson – 105

VESTUREVRÓPUKEPPNIN – NOREGUR – SEPTEMBER

Elin Melgar Aðalheiðardóttir – 63
Arnhildur Anna Árnadóttir – 72
Ragnheiður Kr Sigurðardóttir – 57

NM UNGLINGA Í KRAFTLYFTINGUM  – ÍSLANDI – SEPTEMBER  

Sóley Jónsdóttir – 84+ SubJr
Kara Gautadóttir – 57 jr
Aron Gautason – 74 jr
Karl Anton Löve – 93 jr

EM Í BEKKPRESSU – LUXEMBOURG – OKTOBER  

Fanney Hauksdóttir – 63

HM Í KRAFTLYFTINGUM – SVÍÞJÓÐ – NOVEMBER

Viktor Samúelsson – 120 kg
Júlían J. K. Jóhannsson – 120+

EM Í KLASSÍSKUM KRAFTLYFTINGUM – LITHÁEN – NÓVEMBER

Ragna Kr Guðbrandsdóttir – 63 subjr
Matthildur Óskarsdóttir – 72 jr
Ragnheiður Kr Sigurðardóttir – 63
Arnhildur Anna Árnadottir – 72
Ellen Ýr Jónsdóttir – 84
Rósa Birgisdóttir – 84+