Skip to content

Skýrsluskil

  • by

Hinn árlegi tími aðalfunda og skýrsluskila fer nú í hönd. Öll kraftlyftingafélög þurfa að skila sínar skýrslur og er það undirstöðuatriði í áframhaldandi framgangi íþróttarinnar að allar upplýsingar séu réttar og komnar í hendurnar á ÍSÍ fyrir 15.apríl.
Flest félög eru sennilega að gera þetta í fyrsta sinn, en skýrsluskil fara fram í stöðluðu umhverfi í Felix. Það sem þarf að koma fram í skýrslunni eru upplýsingar um stjórnarmenn, RÉTTAR UPPLÝSINGAR UM FJÖLDA IÐKENDA og lykiltölur úr ársreikningi.
Hér eru leiðbeiningar frá ÍSÍ:  Allt um starfskýrsluskil
Nánari upplýsingar má fá hjá Höllu eða Rúnu á skrifstofu ÍSÍ, 514 4000.

Sá sem gerir skýrsluna þarf s.s. fyrst að hafa lykilorð félagsins að Felix til að geta loggað sig inn, upplýsingar til að geta farið yfir félagatalið og tekið út og bætt inn nöfnum, síðan réttar upplýsingar um stjórnarmenn og helstu tölur úr bókhaldi. Fæst félög hafa míkil umsvif í fjármálum og það eru örugglega margir lyklar í ársreikningahlutanum sem ekki eiga við. Ráðfærið ykkur við Höllu eða Rúnu ef þið eruð í vafa.

Ég ákvað að sýna hvernig þetta lítur út í skýrsluskil sambandsins. Ykkar viðmót er kannski ekki alveg eins, en sennilega ekki ósvipað: http://www.screenr.com/ulIs

Allt tekur tíma sem maður gerir í fyrsta sinn, en svo lærist það. Munið að No job is finished till the paperwork is done 🙂

Leave a Reply