ÍM – skráning hafin

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum í opnum og aldurstengdum flokkum sem fer fram í Njarðvíkum laugardaginn 24.mars nk í umsjón Massa.
SKRÁNINGARBLAÐ:IM2012
Skráningarfrestur er til miðnættis laugardaginn 3.mars og verða engum nöfnum bætt við eftir þann tíma. Félögin hafa svo viku til að ganga frá greiðslu keppnisgjalda og gera breytingar á þyngdarflokkum. Keppnisgjaldið er 4000 krónur og skulu félögin greiða fyrir sína keppendur. Aðstoðarmenn og starfsmenn á mótið skal líka skrá á eyðublaðinu með nafn og kennitölu.

Samkvæmt nýrri reglugerð þurfa keppendur að hafa verið skráðir félagar í Felix í þrjá mánuði fyrir mótið.

Skráningin skal senda á [email protected] með afrit á [email protected]

Leave a Reply