Skip to content

Kristrún setti Íslandsmet í hnébeygju á HM í klassískum kraftlyftingum.

Kristrún Ingunn Sveinsdóttir hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum. Kristrún átti góða innkomu á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í fullorðinsflokki þar sem hún keppti í -52 kg flokki. Lyfti hún seríunni 127.5 – 77.5 – 140 = 345 kg og hafnaði í 18. sæti á mótinu. Hnébeygjan er nýtt Íslandsmet hjá henni en Kristrún var einnig mjög nálægt Íslandsmetinu í bekkpressu, réttstöðulyftu og samanlögðum árangri. Allt met sem munu væntanlega falla innan tíðar.

Til hamingju Kristrún með Íslandsmetið og árangurinn!

Á morgun keppir Drífa Ríkarðsdóttir kl. 12:00.