Drífa Ríkarðsdóttir lauk í dag keppni á HM í klassískum kraftlyftingum en húnkeppti í fjölmennum -57 kg flokki. Í hnébeygju lyfti Drífa mest 132.5 kg og var alveg við sinn besta árangur og í bekkpressu bætti hún sig um 2.5 kg þegar hún fór upp með 85 kg. Þrátt fyrir góða byrjun á mótinu náði hún ekki að lyfta opnunarþyngd sinni í réttstöðulyftu og féll þar af leiðandi úr keppni. Drífa kemur því heim reynslunni ríkari en kemur örugglega sterk inn á næstu mótum þrátt fyrir þetta mótlæti.