Skip to content

HM í klassískum kraftlyftingum – Íslensku keppendurnir.

Heimsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum fer fram dagana 15.–23. júní en mótið er að þessu sinni haldið í Druskinkai í Litháen. Fyrir hönd Íslands keppa tveir karlar og fimm konur en í heildina er von á meira en 300 keppendum frá 59 löndum og munu margir þeirra freista þess að vinna sér inn keppnisrétt á World Games 2025.

Keppendur og keppnisdagskrá íslenska landsliðsins:

Sunnudagur 16. júní
Kristrún Ingunn Sveinsdóttir   -52 kg flokki (B-grúppa)   kl. 8.00

Mánudagur 17. júní
Drífa Ríkarðsdóttir   -57 kg flokki (B-grúppa)   kl. 12.00

Fimmtudagur 20. júní
Alexander Örn Kárason   -93 kg flokki (B-grúppa)   kl. 7.00

Föstudagur 21. Júní
Lucy Stefaniková   -76 kg flokki (B-grúppa)   kl. 7.00
Viktor Samúelsson   -105 kg flokki (B-grúppa)   kl. 10.00

Laugardagur 22. júní
Kristín Þórhallsdóttir   -84 kg flokki   kl. 14.00

Sunnudagur 23. júní
Hanna Jóna Sigurjónsdóttir   +84 kg flokki (B-grúppa)  kl. 9.00

Í fylgd með keppendum verða Auðunn Jónsson yfirþjálfari og honum til aðstoðar verða Lára Bogey Finnbogadóttir, Alex Cambray Orrason og Hinrik Pálsson, sem einnig mun sitja þing IPF. Helgi Hauksson mun svo sinna störfum alþjóðadómara á mótinu.

Bein útsending verður frá mótinu. Sjá hér.

Áfram Ísland!