Stjórn Kraftlyftingasambands Íslands hefur valið Maríu Guðsteinsdóttur, Ármanni og Fannar Gauta Dagbjartsson, Breiðablik, kraftlyftingakonu og -mann ársins 2011.
María Guðsteinsdóttir, Ármanni, er ein fremsta kraftlyftingakona Norðurlanda og hefur keppt fyrir hönd Íslands bæði á EM og HM. Hún hefur verið ósigrandi á innanlandsmótum og hefur sett mörg íslandsmet á árinu.
María er í 15.sæti á heimslista IPF í sínum þyngdarflokki.
Helstu afrek 2011:
EM Tékklandi:
6.sæti, samanlagður árangur 437,5 kg
HM Tékklandi:
13.sæti, samanlagður árangur 437,5 kg
Íslandsmeistaramót:
1.sæti, samanlagður árangur 422,5 kg
Íslandsmeistaramot í bekkpressu:
1.sæti, árangur 95,0 kg
Íslandsmeistaramót í réttstöðulyftu:
1.sæti, árangur 176 kg
Fannar Gauti Dagbjartsson, Breiðablik, hefur átt mjög gott ár 2011. Hann hefur ráðið lögum og lofum á mótum innanlands og lagði stjórnin áherslu á það við valið. Fannar vann auk þess til verðlauna á EM öldunga.
Hann hefur sett fjöldamörg íslandsmet í opnum flokki.
Helstu afrek 2011:
Íslandsmeistaramót :
1.sæti, samanlagður árangur 835,0 kg
Íslandsmeistaramót í bekkpressu:
1.sæti, árangur 250,0 kg
Bikarmót Kraftlyftingasambandsins:
1.sæti, árangur 875,0 kg
EM öldunga Tékklandi:
3.sæti, samanlagður árangur 845,0 kg
EM öldunga Tékklandi:
2.verðlaun í bekkpressu, árangur 247,5 kg
EM öldunga Tékklandi:
3.verðlaun í réttstöðulyftu, árangur 295,0 kg
María og Fannar eru tilnefningar Kraft í val íþróttafréttamanna á íþróttamann ársins.
Við óskum þeim til hamingju með þennan heiður og með öll afrekin á árinu.