Júlían hóf leikar á því að halda þjóðinni í greipum taugaspennu með því að klikka á tveimur fyrstu hnébeygjunum. Hann byrjaði í 315kg en fór of grunnt og missti svo jafnvægið með 320kg í annarri. Í þriðju tilraun tók Júlían sig saman í andlitinu og kláraði 320kg eftir kennslubókinni fullur einbeitingar.
Á bekknum byrjaði Júlían í 227,5kg, fékk gilt 2-1 og snéri sér svo að því að setja nýtt Íslandsmet unglinga með 237,5kg. Hann lét ekki þar við sitja, heldur bættu mjög örugglega um betur í þríðju tilraun með 245,0 kg og 10 kg persónulega bætingu.
Júlían fór varlega af stað í réttstöðu með 280,0kg, en hann hefur átt í bakmeiðslum fyrir þetta mót. Þegar hann hafði gengið úr skugga um að bakið væri treystandi, ákvað hann að blanda sér í verðlaunabaráttuna og bað um 315,0kg sem fór létt upp. Enginn af keppninautunum gátu jafnað það. Þegar ljóst var að gullið í greininni væri í höfn, ákvað Júlían að reyna við 335 kg og ná glæsilegu tótali upp á 900,0 kg.
Það tókst ekki í þetta sinn. Hann endaði í fimmta sæti samanlagt með 880,0 kg.
Arron Gonzales, Bandaríkin, sigarði í flokknum með 977,0 kg
HM unglinga er þar með lokið.
Við erum afskaplega stolt af frammístöðu strákanna okkar og óskum þeim til hamingju með verðlaunin, Íslandsmetin og bætingarnar.
Þeir eru gott dæmi um hversu langt góðar æfingar, rétt hugarfar og einbeittan vilja geta skilað mönnum.
Svona á að gera þetta!