Skip to content

Viktor hefur lokið keppni

  • by

Viktor Samúelsson, KFA, lauk í dag keppni á HM unglinga í Póllandi. Hann lyfti í -105,0 kg flokki unglinga. Hann vigtaði 100,85 kg og lyfti seríuna 285 – 212,5 – 290 = 787,5 kg. Það dugði honum í 11.sæti, en hann var yngstur og léttastur í flokknum
Viktor nær ekki að bæta heildarárangur sinn, en bætir sig verulega á bekknum, eða um 12,5 kg. Við óskum honum til hamingju með það og með mótið.
Yeshmakhanov Nurlan, Kazakstan, sigraði í flokknum á nýju heimsmeti unglinga 1000,1 kg.
Á morgun lyftir svo Júlían J. K. Jóhannsson í +120,0 flokki. Keppnin hefst kl. 11.00 að íslenskum tíma.

Tags: