Skip to content

Kraftlyftingaþjálfari 1

  • by

Eitt af aðaláhersluatriðum hjá KRAFT er að auka fagmennsku og gæði í kraftlyftingaþjálfun á Íslandi og var mörkuð stefna um það á síðasta kraftlyftingaþingi. Nú verður fyrsta skrefið stigið, en námskeiðið Kraftlyftingaþjálfari 1 hefst í lok september. Nauðsynlegur undanfari er Þjálfari 1 – almennur hluti, nám í boði ÍSÍ.
Upplýsingar varðandi skráningu, gjald o.a. hefur verið sent formönnum allra félaga, en skráning fer fram gegnum félögin. Skráningarfrestur er stuttur, eða til 7.september nk.
Þeir sem hafa áhuga á að vera með skulu snúa sér til sins félags.

NÁMSÁÆTLUN: KRAFTLYFTINGAÞJÁLFARI 1