Elsa Pálsdóttir hefur lokið keppni á HM öldunga í Kanada.
Hún varð heimsmeistari í -76kg flokki M3 með seríuna 132,5 – 65 – 160 = 357,5.
Bekkpressan er persónuleg bæting og bæting á íslandsmetinu bæði í M3 og M2 flokki.
Elsa gerði tilraun til að bæta eigin heimsmeti í hnébeygju í síðustu tilraun, en það tókst ekki í þetta sinn.
Við óskum Elsu innilega til hamingju með titilinn!
Hörður Birkisson hefur líka lokið keppni. Hann keppti í -74kg flokki M3 og lenti í 4.sæti með tölurnar 155-90-185=430 kg. Hörður vann silfurverðlaun í bekkpressu. Við óskum honum til hamingju!
Á morgun, þriðjudag, keppir Benedikt Björnsson.
Sæmundur Guðmundsson varð því miður að draga sig úr keppni vegna veikinda.