Skip to content

HM öldunga framundan

  • by

Heimsmeistaramót öldunga í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum fer fram í St.Johns i Cananda 8-15 október nk. Þangað fara fjórir íslenskir keppendur.
Hægt verður að fylgjast með gangi mála hér.
Elsa Pálsdóttir keppir í -76kg flokki M3. Hörður Birkisson keppir í -74kg flokki M3. Sæmundur Guðmundsson keppir í -74kg flokki M4 og Benedikt Björnsson keppir í -93kg flokki M1.
Elsa, Hörður og Sæmundur keppa öll laugardaginn 8.október, en Benedikt þriðjudaginn 11.október.

Sæmundur gerir sér svo lítið fyrir og keppir líka í búnaði fimmtudaginn 13.október.

Við óskum þeim öllum góða ferð og góðs gengis!

Tags: