
Kristrún Ingunn Sveinsdóttir var fyrst af íslensku keppendunum til að mæta á pallinn. Hún keppti í -52 kg flokki B grúppu. Þetta mót er annað mót Kristrúnar í opnum flokki. Kristrún átti glæsilega hnébeygju session. Hún opnaði með 117,5 kg sem fóru létt hjá henni. Í annarri umferð hnébeygjunnar hækkaði hún um heil 10 kg en það skipti litlu, 127,5 kg fóru örugglega upp hjá henni. Sama gilti um þriðju beygjuna en þar lyfti Kristrún 132,5 kg sem eru 3 kg frá hennar eigin Íslandsmeti. Kristrún sýndi sömu öruggu lyfturnar í bekkpressu en þar tók hún seríuna 72,5 kg, 77,5 kg og 80 kg. Síðastsa lyfta nálægt hennar besta sem er 80,5 kg. Í réttstöðulyftu opnaði Kristrún með örugg 135 kg. Í annarri umferð hækkaði hún um 10 kg og reif 145 kg örugglega upp. Í þriðju lyftu reyndi Kristrún að jafna sitt eigið Íslandsmet sem er 152,5 kg. Síðasta lyfta var dæmt ógild vegna tæknivillu en Kristrún sannarlega gaf allt í síðustu lyftuna. Samanlagður árangur varð 357,5 kg. Innilega til hamingju með flott mót, Kristrún !