Skip to content

HM í klassískum kraftlyftingum – Drífa keppti á þriðja degi mótsins

Næst á pallinn var Drífa Ríkharðsdóttir sem keppti í -57 kg flokki, B grúppu. Drífa opnaði með öruggri lyftu með 127,5 kg á stönginni. Í annarri umferð lyfti Drífa 135 kg sem fór jafn létt upp og fyrsta lyfta. Í þriðju umferð reyndi hún við 140 kg sem hefðu orðið persónuleg bæting en því miður vildu þau ekki upp í dag. Í bekkpressunni opnaði Drífa á 82,5 kg sem fóru upp en dæmt ógild vegna tæknivillu. Í annarri lyftu tók Drífa þau síðan örugglega og í þriðju umferð hækkaði hún um 5 kg og tók þar örugg 87,5 kg. Í réttstöðulyftu opnaði Drífa með flottri 170 kg lyftu. Í annarri umferð reyndi hún við 180 kg sem fóru upp en lyftan dæmd ógild vegna tæknivillu. Í þriðju umferð reif Drífa þau aftur upp en missti aðeins jafnvægið og náði því ekki að klára sem skyldi,  styrkurinn er samt þarna svo sannarlega. Samanlagður árangur varð 392,5 kg. Innilega til lukku með flott mót, Drífa !