Skip to content

HM í klassískum kraftlyftingum – Íslensku keppendurnir

Sunnudaginn 8. júní byrjar Heimsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum (opnum flokki). Ísland á sex keppendur á mótinu. Að þessu sinni er mótið haldið í Þýskalandi, í borginni Chemnitz. Það fjölgar á mótinu frá því í fyrra en búist er við um 400 keppendum. Yfirþjálfari er Auðunn Jónsson og honum til aðstoðar eru Lára Bogey Finnbogadóttir og Hinrik Pálsson. Helgi Hauksson mun sinna dómgæslu.

Beint streymi er frá mótinu á YouTube rás Olympics : BEINT STREYMI

Keppendur og keppnisdagskrá íslenska landsliðsins:

Mánudaginn 9. júní
Kristrún Ingunn Sveinsdóttir,  -52 kg flokki (B-grúppa) – kl. 09.00 að íslenskum tíma.

Þriðjudaginn 10. júní
Drífa Ríkharðsdóttir, -57 kg flokki (B-grúppa) – kl. 12.00 að íslenskum tíma.

Miðvikudaginn 11. júní
Friðbjörn Bragi Hlynsson, -83 kg flokki (B-grúppa) – kl. 07.00 að íslenskum tíma.

Fimmtudaginn 12. júní
Alexander Örn Kárason, -93 kg flokki (B grúppa) – kl. 06.30 að íslenskum tíma.
Harrison Asena, -93 kg flokki (C grúppa) – kl. 06.30 að íslenskum tíma.

Laugardaginn 14. júní
Lucie Stefanikova, -84 kg flokkur (A grúppa) – kl. 16.00 að íslenskum tíma.

Áfram Ísland !