Skip to content

Helga með íslandsmet í bekkpressu á HM í kraftlyftingum.

  • by

helga-hnebeygja185kgHelga Guðmundsdóttir hefur lokið keppni á HM í kraftlyftingum, en þetta var hennar annað heimsmeistaramót á ferlinum. Helga sem hefur fært sig upp um þyngdarflokk, keppti nú í 72 kg flokki og mætti öllum sterkustu konunum í þessum flokki. Mótið byrjaði erfiðlega hjá henni því hún fékk ekki gildar tvær fyrstu lyfturnar í hnébeygju, þar sem hún reyndi við 185 kg. Í þriðju tilraun gekk þó allt upp og hún náði að lyfta þyngdinni. Helga mætti svo tvíefld til leiks í bekkpressuna sem gekk mjög vel hjá henni. Náði hún að tvíbæta eigið íslandsmet en samtals bætti hún það um um 5 kg. Lyfti hún 132,5 kg í annarri tilraun og gerði svo gott betur í síðustu lyftunni og náði að pressa 135 kg. Í réttstöðulyftu náði hún svo að lyfta 182,5 kg sem var jöfnun á hennar besta árangri. Samanlagður árangur hennar var því 502,5 kg sem var persónuleg bæting og gaf henni 12. sætið í flokknum. Sigurvegari var Ana Rosa Castellain frá Brasilíu með 638 kg í samanlögðum árangri. Við óskum Helgu til hamingju með árangurinn og glæsilegt íslandsmet.
Nánari úrslit