Skip to content

HM: Viktor keppir í kvöld

hmu2016viktorsamViktor Samúelsson mun í kvöld keppa á sínu fyrsta Heimsmeistaramóti í opnum aldursflokki, sem stendur yfir þessa vikuna í Orlando, Florida í Bandaríkjunum. Keppni í flokki Viktors, 120 kg fl., hefst kl. 22:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Goodlift-síðunni.

Viktor er að koma ferskur upp úr unglingaflokki. Í september sl. keppti hann á sínu síðasta alþjóðamóti í þeim aldursflokki. Þar náði hann mjög góðum árangri í sterkum flokki, með bronsverðlaun í samanlögðum árangri. Sá árangur og sú vinna sem hann hefur lagt á sig verður honum vonandi gott veganesti í keppni í opnum aldursflokki á alþjóðasviði.

Á morgun, laugardag, kl. 17:30 mun svo Júlían J.K. Jóhannsson keppa í +120 kg fl.