Skip to content

HM: Helga keppir í dag

Merki HM 2016Heimsmeistaramótið í kraftlyftingum stendur nú yfir í Orlando, Florida í Bandaríkjunum. Þar munu þrír Íslendingar keppa og fyrst á pall er Helga Guðmundsdóttir, sem keppir kl. 17:00 í dag. Þetta er annað heimsmeistaramót Helgu, en í fyrra hafnaði hún í sjöunda sæti í 63 kg fl. Þetta árið færir hún sig upp um þyngdarflokk og keppir að þessu sinni í 72 kg fl.

Á morgun kl. 22:00 keppir svo Viktor Samúelsson, og á laugardaginn kl. 17:30 keppir Júlían J.K. Jóhannsson.

Bein útsending