Skip to content

Guðfinnur með brons í réttstöðu á EM.

Guðfinnur Snær Magnússon hefur lokið keppni á EM í kraftlyftingum í búnaði þar sem hann keppti í +120 kg flokki. Guðfinnur lyfti 385 kg í hnébeygju en náði því miður ekki gildri lyftu í bekkpressu og fékk því ekki skráðan samanlagðan árangur. Hann bætti sér það hins vegar upp í réttstöðulyftunni þar sem hann lyfti þyngst 310 kg og hlaut bronsverðlaun í greininni.

Það er alltaf leiðinlegt að falla úr heildarkeppni en Guðfinnur er reynslumikill keppandi sem mun án efa mæta tvíefldur á næsta mót.

Við óskum Guðfinni til hamingju með bronsverðlaun í réttstöðulyftu!