Fanney Hauksdóttir keppti í dag á Heimsmeistaramótinu í bekkpressu, sem stendur yfir í Kaunas í Litháen. Þar átti hún frábæru gengi að fagna og tókst að vinna til silfurverðlauna á nýju Íslands- og Norðurlandameti í 63 kg fl.
Fanney opnaði á 152,5 kg en fékk það ógilt vegna tæknimistaka, svo hún endurtók þá lyftu nokkuð örugglega í annarri tilraun. Í þriðju tilraun fór hún í bætingu á sínu eigin Íslands- og Norðulandameti með 157,5 kg og kláraði þá lyftu án nokkurra hnökra. Fanney hafnaði í öðru sæti á eftir ríkjandi heimsmeistaranum og heimsmethafanum Gundulu von Bachhaus, sem lyfti 167,5 kg.
Við óskum Fanneyju innilega til hamingju með silfrið og metin!