Skip to content

HM í klassík: Sigþrúður og Dagmar hafa lokið keppni

  • by

Sigríður Dagmar t.v. og Sigþrúður Erla t.h.

Heimsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum hófst í dag í Minsk, Hvíta-Rússlandi, með keppni í eldri öldungaflokkum.

Fyrir hönd Íslands kepptu þær Sigríður Dagmar Agnarsdóttir í 57 kg flokki öldunga 3 (M3) og Sigþrúður Erla Arnardóttir í +84 kg flokki öldunga 2 (M2).

Dagmar vann til silfurverðlauna í hnébeygju með því að lyfta 90 kg. Í bekkpressu náði hún mest 45 kg og í réttstöðulyftu tók hún mest 120 kg.  Það gerir 255 kg í samanlögðum árangri, sem skilaði henni silfurverðlaunum í flokknum. Dagmar bætti M2 og M3 Íslandsmetin í öllum greinum og samanlögðu. Auk þess bætti hún M1 metið í réttstöðulyftu.

Sigþrúður keppti í +84 kg flokki M2. Hún náði bronsi í hnébeygju með á nýju Íslandsmeti í M2 með 157,5 kg. Í bekkpressu lyfti hún mest 85 kg og bætti með því Íslandsmetið í M2. Í réttstöðulyftu lyfti hún 165 kg. Samalagður árangur hennar með 407,5 kg skilaði henni fjórða sætinu í flokknum og nýju Íslandsmeti í M2.

Næstar Íslendinga á keppnispallinn eru keppendur okkar í öldungaflokki 1, þær Laufey Agnarsdóttir í 84 kg fl. og Rósa Birgisdóttir í +84 kg fl. Þær keppa á laugardaginn og hefst keppni kl. 6:00 að íslenskum tíma.

Bein útsending