EM í kraftlyftingum er haldið þessa dagana í Pilsen og er enginn skortur af íslenskum keppendum á pallinn. Í dag kepptu þau Hulda B. Waage, Karl Anton Löve og Alex Cambray Orrason.
Hulda B. Waage var fyrst á pallinn í morgun og keppir hún í -84kg flokki kvenna. Hulda lyfti 230kg í hnébeygju sem var jafn þungt og bronslyftan en sú sem tók þriðja sætið var aðeins léttari og því var hennar lyfta í 4. sæti. Bekkurinn reyndist erfiður í dag og tókst Huldu því miður ekki að ná gildri lyftu í bekknum. Þriðja lyftan var mjög sannfærandi en var hún dæmd af vegna tæknigalla. Hún lét það þó ekki á sig fá og hélt áfram í réttstöðulyftuna og lyfti þar 180kg.
Eftir hádegi mætti svo Karl Anton Löve á pallinn. Hann keppir í -93kg flokki karla. Karl lyfti 335kg í hnébeygjunni með 3 gildar lyftur og nýtt íslandsment í hnébeygjunni. Í bekkpressu lyfti hann 220kg sem hann náði í æsispennandi þriðju lyftu sem skar úr hvort hann næði gildum bekk. Í réttstöðulyftunni lyfti hann svo 275kg. Þetta gaf honum 830kg í samanlögðu sem er 10kg bæting á hans best árangri í -93kg flokknum og endaði Karl í 12. sæti. Óskar Kraftlyftingasamband Íslands honum til hamingju með íslandsmetið.
Samfara -93kg flokknum kepptu -105kg keppendur. Þar keppti enn einn Íslendingurinn. Alex Cambray Orrason keppti þar á sínu fyrsta evrópumóti. Í hnébeygjunni lyfti Alex öruggt 342,5kg með 3 gildar lyftur og 2,5kg bætingu. Hann ákvað að gera mótið jafn æsispennandi og Karl og náði hann loksins gildri lyftu í þriðju lyftu í bekkpressunni með 240kg. Í réttstöðulyftunni lyfti hann svo 282,5kg. Þetta gaf honum 865kg í samanlögðu og 8. sæti í flokknum.
Á morgun er svo lokadagur EM. Þar mæta til leiks Viktor Samúelsson og Júlían JK Jóhannsson. Þeir hefja báðir keppni klukkan 09:00 á íslenskum tíma.
Eins og alltaf þá má fylgjast með áGoodlift