Þó að enn séu sjö vikur í bikarmót KRAFT er undirbúningur löngu hafinn og stendur sem hæst bæði hjá keppendum og mótshaldara.
Að þessu sinni fer mótið fram í íþróttahöllinni á Akureyri 26.nóvember í umsjón KFA. Nákvæmar tímasetningar verða kynntar þegar keppendafjöldinn liggur fyrir.
Til að geta undirbúið allt sem best hefur mótshaldari fengið samþykki KRAFT til að hafa skráninguna á mótið með þessum hætti:
– 26.október – mánuði fyrir mót rennur skráningarfrestur út. Þá þurfa félögin að vera búin að skila inn skráningarblöðin og greiða skráningargjald. Engum nöfnum verður bætt á listann eftir þennan dag. Allar skráningar þurfa að fara fram gegnum félögin og keppendur rétt skráðir í Felix.
– 12.nóvember – tvær vikur fyrir mót er síðasti dagur til að gera breytingar. Fram að þeim degi geta keppendur skipt um þyngdarflokk. Ef ekki hafa borist tilkynningar um breytingu stendur upphaflegi skráningin óbreytt. Keppendur sem hafa ekki greitt keppnisgjaldið verða teknir af keppendalista.
Keppnisgjaldið er 4500 krónur og skal greitt á reikning KFA: 0302-26-631080 (Kennitala 631080-0309)
Haldið verður veglegt lokahóf um kvöldið og er hugmyndin að afhenda bikarana með viðhöfn við það tækifæri. Miði á lokahófið kostar 5000 krónur.
Þeir sem ætla að keppa skulu ekki bíða með að hafa samband við sín félög og láta bæta sig á listann.
Félög fylla út þetta eyðublað Skráning_bikarmót2011 og senda til gsg881@gmail.com með afrit á kraft@kraft.is fyrir 26.oktober
ATHUGIÐ regluna um að öll félög sendi starfsmenn á mót, takið fram hverjir verða starfsmenn frá ykkar félagi.
Mótið gefur stig í stigakeppni liða 2011. Ármenningar hafa þar forystu sem stendur en eru alls ekki öruggir með vinninginn ef önnur félög fjölmenna norður.
KFA hefur samið við sveitahótelið í Sveinnbjarnargerði um góðan afslátt á gistingu . Umsamið verð er 9.990 kr fyrir tveggja manna herbergi og 7.890 kr fyrir einstaklingsherbergi. Morgunverður er innifalinn. Lokahófið fer fram á þessu hóteli og upplagt að gestir kynni sér þennan gistimöguleika. Veflykil að heimasíðu hótelsins – http://www.countryhotel.is
Frekari upplýsingar hjá KFA, Grétar Skúli formaður hefur netfang gsg881@gmail.com