Skip to content

Um Fitness Expo

  • by

Að gefnu tilefni:
Icelandic Health&Fitness Expo fer fram í Hörpunni 4-6 nóvember nk. Fyrirhugað er að halda þar keppni annars vegar í bekkpressu og hins vegar í réttstöðulyftu. Þessi mót eru ekki á vegum Kraftlyftingasambands Íslands, en í reglum KRAFT um mótahald segir í 8.grein:”Enginn félagsmaður má keppa eða starfa á kraftlyftingamótum erlendis eða á kraftlyftingamótum á vegum samtaka sem eru utan IPF án sérstaks leyfis KRAFT.”

Þar sem mótshaldari staðfestir að öllum lögum og reglum ÍSÍ og IPF verði fylgt í þessum keppnum hefur stjórn KRAFT ályktað að hún gerir engar athugasemdir við þátttöku félagsmanna Kraftlyftingasambandsins í þessu tilfelli.

Allar frekari upplýsingar á facebook-síðu mótsins og hjá Hjalta Árnasyni hjaltiar@simnet.is

Leave a Reply