Skip to content

Alex Cambrey í 5. sæti á EM í kraftlyftingum.

Alex Cambrey Orrason var fyrstur íslensku keppendanna til að stíga á keppnispall á EM í kraftlyftingum með búnaði. Alex sem keppir í -93 kg flokki átti góðan keppnisdag og lyfti mest 340 kg í hnébeygju, 207.5 kg í bekkpressu og jafnaði svo sinn besta árangur í réttstöðu með 292.5 kg lyftu. Samanlagt lyfti hann 840 kg sem er bæting á hans eigin Íslandsmeti í samanlögðum árangri og tryggði sér þar með 5. sætið í flokknum.

Til hamingju Alex með frábæran árangur og Íslandsmetið!