Skip to content

Norðurlandamót unglinga

  • by

Norðurlandamót unglinga fer fram í Noregi 14.apríl nk og sendir Kraft tvo keppendur á mótið.
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, Grótta, keppir í -72,0 kg flokki og Ólafur Hrafn Ólafsson, Massi, keppir í -93,0 kg flokki. Þau eru bæði  í unglingaflokki.
Guðrún Gróa keppti síðast á bikarmóti Kraft í  nóvember og hafði þá tekið miklum framförum frá sínu fyrsta móti fyrr á árinu. Hún hefur æft vel undanfarið og vonar að geta bætt sig enn frekar á Norðurlandamótinu.

 


Ólafur er fæddur 1990. Hann hefur undirbúið sig undir leiðsögn Sturlu Ólafssonar og verður meðal keppenda á Íslandsmótinu sem verður nokkurs konar generalprufu fyrir hann, en Ólafur keppti ekki á síðasta ári.

Þau eiga það sameiginlegt að hafa tekið miklum framförum en skorta keppnisreynslu og það verður spennandi að sjá hvernig þau pluma sig á sínu fyrsta alþjóðamóti. Bæði eiga þau möguleika á verðlaunum  í sínum flokki ef allt fer að óskum. Hér má sjá keppendalistann.

Á næsta ári verður Norðurlandamót unglinga haldið á Íslandi.
Þá verða íslenskir keppendur fleiri en tveir og má gera ráð fyrir að þeir sem sjá um úrtak í landsliðið veiti keppendum í unglingaflokkum á ÍM í ár sérstaka athygli.

Tags:

Leave a Reply