Síðastliðna helgi fóru fram tvö bikarmót í kraftlyftingum. Á laugardeginum voru kraftlyftingar og á sunnudeginum klassískar kraftlyftingar. Mótshaldari var Kraftlyftingafélag Akureyrar og voru bæði mótin haldin í húsakynnum félagsins.
Kraftlyftingar
Í kraftlyftingum fór með sigur af hólmi Viktor Samúelsson í karlaflokki og Sóley Margrét Jónsdóttir í kvennaflokki.
Sóley lyfti 245kg í hnébeygju, 145kg í bekkpressu og svo 210kg í réttstöðulyftu sem eru 600kg í samanlögðu og er hún fyrsta íslenska konan til að brjóta 600kg múrinn. Þetta gaf henni 628,9 IPF stig
Viktor tók 372,5kg í hnébeygju, 290kg í bekkpressu og svo 330kg í réttstöðulyftu sem eru 992,5kg í samanlögðu. Þetta gaf honum 673,4 IPF stig
Stigahæsta liðið í kraftlyftingum var lið Akureyrar í karla- og kvennaflokki.
Klassískar kraftlyftingar
Í klassískum kraftlyftingum fór með sigur af hólmi Ingvi Örn Friðriksson í karlaflokki og Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir í kvennaflokki.
Ragnheiður lyfti 133kg í hnébeygju, 83,5kg í bekkpressu og svo 152,5kg í réttstöðulyftu sem eru 369kg í samanlögðu. Þetta gaf henni 674,8 IPF stig
Ingvi lyfti 280,5kg í hnébeygju, 165kg í bekkpressu og svo 297,5kg í réttstöðulyftu sem eru 743kg í samanlögðu. Þetta gaf honum 670,5 IPF stig
Stigahæstu liðin í klassískum kraftlyftingum voru lið Massa í kvennaflokki og lið Akureyrar í karlaflokki.