Skip to content

Guðfinnur með silfur í bekkpressu og Karl með brons í bekkpressu

EM í Pilsen, Tékklandi heldur áfram og í dag kepptu tveir íslendingar. Það voru þeir Karl Anton Löve í -93kg flokki unglinga og Guðfinnur Snær Magnússon í +120kg flokki unglinga. Hvorugum tókst að ná gildri lyftu í hnébeygjunni og þar með fellu þeir því miður úr keppni í samanlögðu. Þeir létu það þó ekki á sig fá og kláruðu bekkpressuna báðir á verðlaunapalli.

Karl Anton lyfti 207,5kg í bekkpressunni sem færði honum bronsverðlaunin og svo lyfti hann 260kg í réttstöðulyftunni.

Karl Anton með brons í höfn

Guðfinnur lyfti 275kg í bekkpressunni sem færði honum silfurverðlaunin og svo lyfti hann 270kg í réttstöðulyftunni.

Guðfinnur með silfrið um hálsinn ásamt Auðunni Jónssyni