Viktor Samúlelsson gerði sér lítið fyrir og raðaði niður nokkrum íslandsmetum í dag og fór yfir 800 kg múrinn á Evrópumóti unglinga í kraftlyftingum. Hann tók seríuna 297,5-230-280 en samanlagður árangur hans endaði í 807,5 kg sem gaf honum 10. sætið í keppninni. Hnébeygjan, bekkpressan og totalið er allt ný íslandsmet,bæði í unglinga- og opnum flokki og var bekkurinn sérlega góður og meira þar inni. Í réttstöðunni var hann hins vegar töluvert frá sínu besta en hann hefur átt við meiðsli að stríða í baki. Við óskum Viktori til hamingju með góðan árangur.
Á morgun kl. 09:00 heldur mótið áfram og þá keppir fyrir hönd Íslands Júlían J. K. Jóhannson en hann keppir í +120 kg flokki unglinga. Við fylgjumst að sjálfsögðu með og óskum honum góðs gengis.