KRAFT vill benda félögum og keppendum á að Verklagsreglur um val í landslið hafa verið uppfærðar.
Þær voru samþykktar á stjórnarfundi 9. desember og öðlast samstundis gildi. Sérstaklega vill KRAFT benda á uppfærða 3. gr. en þar segir um skilyrði fyrir landsliðsþátttöku :
3. gr.
Skilyrði fyrir landsliðsþátttöku :
Keppandi skal
a. vera íslenskur ríkisborgari eða hafa haft fasta búsetu á Íslandi í a.m.k. 3 ár.
b. hafa verið félagi í aðildarfélagi KRAFT í a.m.k. 12 mánuði fyrir mót. Hægt er að veita undanþágu frá þessu skilyrði ef um keppendur undir 18 ára aldri er að ræða.
c. hafa náð landsliðslágmörkum á móti á mótaskrá KRAFT eða móti sem viðurkennt er af IPF fyrir viðkomandi mót á tímabili sem nær yfir næstliðið ár og allt að 63 dögum fyrir upphaf móts.
d. hafa tekið þátt í, án þess að hafa fallið úr keppni, a.m.k. tveimur meistaramótum á mótaskrá KRAFT eða mótum sem viðurkennd eru af IPF á næstliðnu ári.
e. taka þátt á meistaramóti KRAFT innan tólf mánaða.
f. hafa með orðum sínum og hegðun verið sjálfum sér og íþróttinni til sóma.
g. hafa skrifað undir landsliðssamning.
Í drengja- og telpnaflokki skal aðeins tilnefna keppendur á Norðurlandamót, en ekki önnur alþjóðamót, nema að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
Keppandi skal:
h. hafa keppt á Norðurlandamóti.
i. náð 17 ára aldri á keppnisárinu.
j. hafa náð 100%-lágmörkum.
k. Skrá forráðamann eða fulltrúa frá sínu félagi sem fylgir keppanda ef keppandi hefur ekki náð 18 ára aldri.
Fyrir Norðurlandamót unglinga sem haldin eru á Íslandi eru ekki eiginleg lágmörk en landsliðsnefnd lítur til
C-lágmarka. Þega mótið er erlendis eru viðmiðin C-lágmörk.
