Skip to content

Vegna skráningar á ÍM í klassískum kraftlyftingum

Minnt er á tilmæli stjórnar KRAFT til félaga um að stýra þátttöku á þessu móti þannig að reynslumeiri keppendur í opnum flokki séu í forgangi en byrjendur og keppendur í öðrum aldursflokkum keppi frekar á unglinga- öldunga- og byrjendamótum. Við val á keppendum má horfa til þess að viðkomandi hafi náð 70 IPF GL stigum. Sjá fyrri fréttatilkynningu um þetta: https://kraft.is/im-i-klassiskum-kraftlyftingum-tilmaeli-til-felaga-vardandi-fjolda-keppenda/ 

Einnig er minnt á að keppnisreglur IPF en þar eru skorður settar varðandi aldur þátttakenda á mót í opnum flokki: Opin mót kvenna og karla eru leyfð keppendum frá 1. janúar þess almanaksárs er 19 ára aldri er náð. Keppendum í öldungaflokkum 3 og 4 er ekki heimilt að keppa í opnum flokki.