Skip to content

Úrslit Íslandsmeistaramótsins í réttstöðulyftu

Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu fór fram á Akranesi fyrr í dag. Stigahæst urðu þau Sóley Margrét Jónsdóttir frá Kraftlyftingafélagi Akureyrar (KFA) í kvennaflokki og Júlían J. K. Jóhannsson frá Ármanni (ÁRM) í karlaflokki.

Sóley Margrét Jónsdóttir sigraði í +84 kg flokki með áreynslulausri 200 kg lyftu í þriðju tilraun. Hún hlaut fyrir það 167,9 Wilksstig og sigraði þannig naumlega Örnu Ösp Gunnarsdóttir frá Kraftlyftingafélagi Mosfellsbæjar í keppni um stigabikar kvenna.

Júlían J. K. Jóhannsson keppti, líkt og Sóley, í yfirþungavigt og vann þar öruggan sigur með 370 kg lyftu. Júlían vann stigabikar karla með rúmum 20 stigum fleiri en Þorbergur Guðmundsson frá KFA, eða 201,5 Wilksstigum.

Sundurliðuð úrslit