Skip to content

Þriðji keppnisdagur á V.EM

Hulda B. Waage hóf keppni fyrir hönd Íslands á þriðja keppnisdegi á Vestur Evrópumótinu í Kraftlyftingum. Hulda keppti í -84kg flokki með búnaði og átti flottan dag.

Hulda hóf daginn á 217.5kg hnéygju fyrir nýju Íslandsmeti og bætti svo um betur með 222.5kg beygju. Í bekknum bætti Hulda svo við öðru Íslandsmeti með 140kg lyftu og lauk svo deginum með 170kg lyftu í réttstöðu og gerði góða tilraun við 177.5kg sem vildu ekki upp í þetta sinn.

Í heildina lyfti Hulda 532.5kg sem gaf henni fjórða sæti í samanlögðu, bætti Íslandsmet í hnébeygju, bekkpressu og samanlagt. Svo sannarlega flottur árangur og hvatning fyrir strákana sem hefja keppni klukkan 14:30.

Alex Orrason keppir í -105kg flokki og Þorbergur í 120+kg. Hægt er að fylgjast með framgöngu strákanna hér,
http://goodlift.info/live.php