Skip to content

-105 kg flokkur karla í klassískum á V.EM

Ingvi Örn Friðriksson hefur lokið keppni í -105kg flokki á Vestur Evrópumótinu í klassískum kraftlyftingum.

Ingvi byrjaði daginn á 260kg lyftu í hnébeygju og fylgdi því eftir með 157.5kg í bekknum og að lokum fóru 297.5kg upp í réttstöðulyftu. Ingvi sýndi flottann anda þegar hann reif upp 297.5 í þriðju tilraun og virkilega gaman að sjá báráttuviljann skila honum lyftunni.

Ingvi á meira inni og ekki spurning að þetta mót fer í reynslubankann.