Skip to content

Streymi frá mótum KRAFT

  • by

Kraftlyftingasambandið hefur gert samkomulag við Ásvald Kristjánsson um streymi frá meistaramótum sambandsins á næsta keppnistímabili. Ásvald hefur streymt frá síðustu tveimur mótum við góðan orðstír og hefur það verið sérstaklega vel þegið á tímum þar sem aðgangur áhorfenda hefur verið takmarkaður.
Ásvaldur er vanur maður, hefur myndað míkið frá brúðkaupum og veislum, og hefur líka sýnt næmt auga fyrir það sem er að gerast á kraftlyftingamótum.