Skip to content

Sóley með heimsmeistaratitil

  • by

Sóley Margrét Jónsdóttir keppti í dag á HM unglinga í kraftlyftingum sem fer fram í Regina, Kanada. Sóley keppir í +84kg flokki stúlkna (14-18 ára) og er hún núverandi evrópumeistari í stúlknaflokki og var því víst að hún gæti verið til alls vís.

Í hnébeygjunni lyfti hún 255kg og tók þar örugglega gullið í hnébeygjunni með 25kg forskot á næsta keppanda. Í bekkpressunni lyfti hún 160kg og tók einnig gullið þar sem og íslandsmet. Þá kom að réttstöðulyftunni og lyfti hún þar 207,5 kg og þriðja gullið í höfn þar. Þetta gaf henni samanlagt 622,5kg og auðvitað gullið í flokknum.

Sóley hampar þar með heimsmeistaratitli stúlkna og má til gamans geta að hún var með hærra í samanlögðu en sigurvegarinn í aldursflokkinum fyrir ofan (19-23 ára)

Kraftlyftingasamband Íslands óskar henni innilega til hamingju með árangurinn!

Sóley með 4 gullpeninga um hálsinn. Frábær árangur!