Skip to content

Sóley Margrét er heimsmeistari.

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í dag heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem fram fara í Kína á næsta ári. Sóley sigraði mótið með miklum yfirburðum og vann til verðlauna í öllum greinum. Hlaut hún gullverðlaun í hnébeygju og silfurverðlaun í bekkpressu og réttstöðulyftu.

Í hnébeygju lyfti Sól­ey fyrst 257,5 kg, tók næst 277,5 kg og endaði á 282,5 kg sem er nýtt Íslandsmet og var strax komin með forystu í flokknum eftir fyrstu grein.

Í bekkpressu opnaði hún á 192.5 kg og fór því næst í 200 kg en sú lyfta var dæmd ógild. Hún fór aftur í þá þyngd í þriðju tilraun og fékk hana gilda og bætti eigið Íslandsmet um 7.5 kg.

Í réttstöðulyftu byrjaði hún á þvi að lyfta 200 kg sem var gild lyfta. Hún tók síðan 215 kg í annarri lyftu og í þriðju lyftu náði hún að klára 227.5 kg og hafði þá samanlagt lyft 710 kg sem er nýtt heimsmet unglinga í samanlögðum árangri og tryggt sér heimsmeistaratitilinn.

Heimsmeistaratitill, tvö gull, tvö silfur, eitt heimsmet, keppnisréttur á Heimsleikunum og þrjú Íslandsmet. Sannarlega frábær dagur hjá Sóleyju.

Til hamingju með glæsilegan árangur!