Skip to content

Skráningarfrestur á mót

Breytingar hafa verið gerðar á reglunum um skráningar á kraftlyftingamót.
Á öllum mótum öðrum en innanfélagsmótum er nú skráningarfresturinn “tvöfaldur”, smbr 17. grein í mótareglum.

Það þýðir að 21 dögum fyrir mót þurfa félög að vera búin að senda inn skráningarlistana sína. Eftir þann tíma verður engum nöfnum bætt á listann.
Síðan hafa félögin viku til að ganga frá greiðslu keppnisgjalda og breyta um þyngdarflokk fyrir keppendur.
14 dögum fyrir mót er lokað fyrir breytingum og þeir sem hafa ekki greitt gjaldið verða teknir af lista.

Þetta fyrirkomulag verður viðhaft í fyrsta sinn á Íslandsmótinu sem nú nálgast.

Tags:

Leave a Reply