Skip to content

Um setningu Íslandsmeta

  • by

Samkvæmt nýju mótareglunum er eingöngu hægt að setja Íslandsmet  á eftirtöldum mótum:
Íslandsmeistaramóti í kraftlyftingum, Íslandsmeistaramóti í bekkpressu, Íslandsmeistarmóti í réttstöðulyftu, Bikarmóti í kraftlyftingum svo og á alþjóðamótum eða landsmeistaramótum erlendra aðildarsambanda undir lögsögu IPF.

Með þessu fylgir KRAFT fordæmi IPF sem hefur hert reglurnar um metaskráningar.

Á stóru mótunum má gera ráð fyrir bestu dómgæslu, bestu umgjörð og nærveru lyfjaeftirlits – en þannig viljum við hafa umgjörðina þegar met eru sett.

Nokkur umræða hefur verið um þann praksís KRAFT að  menn þurfa að fara amk 0,5 kg yfir  lágmarksviðmið til að fá skráð á sig Íslandsmet, en hér fer KRAFT aðra leið en t.d. IPF gerir um skráningu heimsmeta.

Stjórn KRAFT hefur ákveðið að halda fast við þennan praksís á meðan þessi lágmarksviðmið eru í gildi, enda er það á valdi hvers landssambands að haga þessum málum að vild.

Leave a Reply