Skip to content

Skráning hafin á Æfingarmótið í kraftlyftingum.

Skráning er hafin á Æfingarmótið í kraftlyftingum (klassík og búnaður) sem fram fer þann 3. febrúar nk. Mótshaldari er Lyftingadeild Ármanns og verður mótið haldið í æfingaraðstöðu deildarinnar í Laugardalslaug, Sundlaugarvegi 30, Reykjavík. Endanleg tímaáætlun verður ákveðin þegar skráningu er lokið og keppendafjöldi liggur fyrir. Mótið er haldið í tengslum við dómarapróf Kraftlyftingasambandsins og klára prófkandídatar verklega þáttinn með því að dæma á mótinu.

Félög skulu senda allar upplýsingar um keppendur þar sem fram kemur nafn, kennitala, félag og þyngdarflokkur. Þá skal taka fram hvort viðkomandi ætlar að keppa með eða án búnaðar. Einnig er nauðsynlegt að skrá alla aðstoðarmenn, nöfn þeirra, netföng og símanúmer ábyrgðarmanns skráningar.

Skráningu skal senda á netfangið thorunnb@kraft.is með afriti á kraft@kraft.is fyrir miðnætti laugardaginn 13. janúar. Keppnisgjald er 6.500 kr. og greiðist á reikning 552-26-007004 kt. 700410-2180.